Um okkur

Hjartalaga buxur síðan 2013

BeFit Iceland var stofnað 2013 af Hrönn Sigurðardóttir og er línan því Íslensk hönnun og framleidd að miklu leiti hér á landi en með tímanum hef ég þurft að auka verulega framleiðsluna erlendis. BeFit stendur saman af ræktarbuxum og leggings ásamt toppum, æfingapeysum, bolum, og öðru sem tengist íþróttum.  Befit leggings buxurnar eru frægar fyrir hjartalagað snið sem hefur verið frá fyrstu buxum og hjálpa til við að ýta undir fallegt vaxtarlag og móta mjaðmir og rass. Allar okkar buxur eru með háum streng og einnig extraháum sem siliconi svo þær haggist ekki við æfingar.  Befit leggur mikið uppúr persónulegri þjónustu. Við breytum og bætum buxur fyrir hverja og eina eftir þörfum svo allar konur fái buxur sem smellpassa fyrir sinn vöxt.

Við leggjum einnig mikla áherslu á að allar konur hvort sem þær séu small eða 3xlarge finni á sig góðan og vandaðan íþróttafatnað. Við þurfum öll að hreyfa okkur óháð stærðum og nauðsynlegt að við finnum fatnað sem hentar okkur sama hvert verkefnið er.

Opnunartímar Mörkinni 1 Reykjavík

Opnunartímar Dalsbraut 1 Akureyri